Benedikt tekst á við Jón Steinar fyrir Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 11:34 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Steinars(t.v.) og Jón Steinar (t.h.) hafa báðir verið gagnrýnir á meðferð íslenskra dómstóla á málum sem tengjast efnahagshruninu. Vísir/Vilhelm Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí. Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí.
Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37
Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30