Íslenski boltinn

Njarðvík sló tíu menn Fram út í framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Njarðvíkingar eru komnir áfram
Njarðvíkingar eru komnir áfram vísir
Njarðvík er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir sigur á Fram í framlengdum leik í Safamýri.

Það voru gestirnir úr Njarðvík sem byrjuðu betur, Stefán Birgir Jóhannesson kom þeim yfir á áttundu mínútu leiksins eftir sendingu Kenneth Hogg. Bæði lið leika í Inkassodeildinni í sumar.

Mark Stefáns virtist ætla að verða úrslitamarkið en á lokamínútu venjulegs leiktíma fékk Fram vítaspyrnu. Helgi Guðjónsson fór á punktinn og skoraði og tryggði Fram framlengingu.

Örfáum augnablikum áður en Fram fékk vítaspyrnuna höfðu heimamenn misst mann af velli þegar Marcus Mendes Vieira fékk beint rautt spjald. Þeir voru því manni færri í framlengingunni.

Njarðvíkingar náðu að nýta sér liðsmuninn. Stefán skoraði sitt annað mark í kvöld á 101. mínútu og Andri Gíslason tryggði svo 3-1 sigur Njarðvíkur á 115. mínútu.

Lokatölur 3-1 og Njarðvík verður í pottinum þegar dregið verður til 16-liða úrslita en Fram er úr leik.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×