Erlent

Hersýning haldin með andstæðingum

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Herskip Frelsishersins á sýningu vegna 70 ára afmælis.
Herskip Frelsishersins á sýningu vegna 70 ára afmælis. Getty/VCG

Herskip frá Indlandi, Ástralíu og fleiri löndum lögðust að höfn í Qingdao í Kína í morgun til að taka þátt í hersýningu í hafnarbænum. Tilefnið er 70 ára afmæli kínverska sjóhersins, en hann mun á sýningunni sýna áhorfendum kjarnorkukafbáta o.fl. í sjónum fyrir utan Qingdao. Frá þessu er greint á vef Reuters.

Kínversk yfirvöld segja alls 12 lönd taka þátt í hátíðarhöldunum, auk Kína, þ.á.m. Indland, sem hefur átt í útistöðum við Kína vegna ósættis um landamæri landanna tveggja, auk þess sem Kína hefur stutt Pakistan í útistöðum þess við Indland.

Ósætti hefur einnig ríkt á milli Ástralíu og Indlands en áströlsk yfirvöld hafa sakað Kína um að hafa afskipti af stjórnmálum í landinu auk þess sem tæki frá kínverska framleiðandanum Huawei.

Japanski sjóherinn sendi einnig eitt af skipum sínum til hátíðarhaldanna, í fyrsta skipti síðan 2011, en mikið ósætti hefur verið á milli landanna tveggja vegna ágreinings um eyjaklasa í Austur-Kínahafi auk þess sem Kína hefur verið ósátt með breytingar á stjórnarskrá Japan, sem forsætisráðherrann, Shinzo Abe hyggst gera.

Auk þessara ríkja, hafa Rússar sent herskip, auk þriggja annarra landa sem hafa átt í útistöðum við Kína vegna yfirráða í Suður-Kínahafi en það eru ríkin Víetnam, Malasía og Filippseyjar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.