Fótbolti

Gunnhildur Yrsa og stöllur byrjuðu á sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa er á sínu öðru tímabili hjá Utah Royals.
Gunnhildur Yrsa er á sínu öðru tímabili hjá Utah Royals. vísir/getty
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Utah Royals sem vann 1-0 sigur á Washington Spirit í fyrsta leik sínum í bandarísku kvennadeildinni á tímabilinu.

Þetta er annað tímabil Utah í deildinni. Gunnhildur lék með liðinu í fyrra og skoraði m.a. fyrsta deildarmarkið í sögu þess. Í vetur lék hún með Adelaide United í Ástralíu.

Eina mark leiksins kom strax á 10. mínútu. Það gerði Lo'eau Labonta.

Portland Thorns, lið Dagnýjar Brynjarsdóttur, gerði jafntefli við Chicago Red Stars í miklu markaleik, 4-4.

Dagný kom inn á sem varamaður á lokamínútunni. Hún kom einnig inn á þegar Portland vann Orlando Pride, 0-2, í 1. umferðinni. Portland er í 2. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×