Fótbolti

Gunnhildur Yrsa og stöllur byrjuðu á sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa er á sínu öðru tímabili hjá Utah Royals.
Gunnhildur Yrsa er á sínu öðru tímabili hjá Utah Royals. vísir/getty

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Utah Royals sem vann 1-0 sigur á Washington Spirit í fyrsta leik sínum í bandarísku kvennadeildinni á tímabilinu.

Þetta er annað tímabil Utah í deildinni. Gunnhildur lék með liðinu í fyrra og skoraði m.a. fyrsta deildarmarkið í sögu þess. Í vetur lék hún með Adelaide United í Ástralíu.

Eina mark leiksins kom strax á 10. mínútu. Það gerði Lo'eau Labonta.

Portland Thorns, lið Dagnýjar Brynjarsdóttur, gerði jafntefli við Chicago Red Stars í miklu markaleik, 4-4.

Dagný kom inn á sem varamaður á lokamínútunni. Hún kom einnig inn á þegar Portland vann Orlando Pride, 0-2, í 1. umferðinni. Portland er í 2. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.