Fótbolti

Dagný lék sinn fyrsta leik með Portland í eitt og hálft ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný kom við sögu í öllum þremur leikjum Íslands í Algarve-bikarnum.
Dagný kom við sögu í öllum þremur leikjum Íslands í Algarve-bikarnum. vísir/getty

Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Portland Thorns í eitt og hálft ár þegar hún kom inn á sem varamaður í 0-2 sigri liðsins á Orlando Pride í 1. umferð bandarísku kvennadeildarinnar í gær.

Dagný kom inn á þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 0-2, Portland í vil.

Dagný lék síðast með Portland í 0-1 sigri á North Carolina Courage 14. október 2017, eða fyrir 18 mánuðum. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra.

Landsliðskonan samdi aftur við Portland í janúar. Hún lék með liðinu á árunum 2016-17 og varð bandarískur meistari með því 2017.

Dagný lék sinn fyrsta leik síðan í október 2017 þegar hún kom við sögu í markalausu jafntefli við Kanada í Algarve-bikarnum 27. febrúar síðastliðinn. Hún lagði svo upp eitt marka Íslands í 1-4 sigri á Portúgal í Algarve-bikarnum 6. mars.

Portland varð bandarískur meistari 2017 en þurfti að gera sér silfrið að góðu í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.