Fótbolti

„Þúsund prósent líkur á að ég verði áfram “

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo hefur nú unnið meistaratitilinn í þremur löndum.
Ronaldo hefur nú unnið meistaratitilinn í þremur löndum. vísir/getty
„Það eru 1000% líkur á að ég verði áfram hérna,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir að Juventus varð Ítalíumeistari áttunda árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina á heimavelli í gær.

Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid í sumar fyrir tæpar 100 milljónir punda. Portúgalinn varð ítalskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Juventus og varð þannig fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að verða landsmeistari á Englandi, Spáni og Ítalíu.

„Ég er mjög hamingjusamur að hafa unnið ítalska meistaratitilinn á mínu fyrsta tímabili hér,“ sagði Ronaldo sem hefur skorað 19 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur.

Tímabilið hefur þó ekki verið fullkomið hjá Juventus sem féll úr leik fyrir Ajax í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Juventus hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 1996.

„Okkur gekk ekki nógu vel í Meistaradeildinni en það er alltaf næsta ár,“ sagði Ronaldo sem hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum. Einu sinni með Manchester United og fjórum sinnum með Real Madrid.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×