Fótbolti

„Þúsund prósent líkur á að ég verði áfram “

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo hefur nú unnið meistaratitilinn í þremur löndum.
Ronaldo hefur nú unnið meistaratitilinn í þremur löndum. vísir/getty

„Það eru 1000% líkur á að ég verði áfram hérna,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir að Juventus varð Ítalíumeistari áttunda árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina á heimavelli í gær.

Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid í sumar fyrir tæpar 100 milljónir punda. Portúgalinn varð ítalskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Juventus og varð þannig fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að verða landsmeistari á Englandi, Spáni og Ítalíu.

„Ég er mjög hamingjusamur að hafa unnið ítalska meistaratitilinn á mínu fyrsta tímabili hér,“ sagði Ronaldo sem hefur skorað 19 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur.

Tímabilið hefur þó ekki verið fullkomið hjá Juventus sem féll úr leik fyrir Ajax í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Juventus hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 1996.

„Okkur gekk ekki nógu vel í Meistaradeildinni en það er alltaf næsta ár,“ sagði Ronaldo sem hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum. Einu sinni með Manchester United og fjórum sinnum með Real Madrid.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.