Juventus Ítalíumeistari áttunda árið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax.
Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax. vísir/getty
Juventus er Ítalíumeistari í 35. sinn og áttunda árið í röð eftir sigur á Fiorentina. Sjálfsmark German Pezzella tryggði Juventus sigurinn.Það er búið að liggja í loftinu í þó nokkurn tíma að Juventus myndi vinna ítölsku deildina en það varð formlega og tölfræðilega staðfest í dag.Fiorentina ætlaði þó ekkert að gefa Juventus titilinn og gerði sitt í að koma í veg fyrir titilfögnuð í Tórínó. Nikola Milenkovic kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins.Brasilíumaðurinn Alex Sandro jafnaði þó metin fyrir Juventus á 37. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.Snemma í fyrri hálfleik átti Cristiano Ronaldo sprett upp hægri kantinn, komst inn á teiginn upp við endalínu og átti hættulega sendingu fyrir markið. Sendingin var svo hættuleg að Pezzella gat ekki annað en potað henni í netið þegar hann reyndi að hreinsa frá marki.Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, Juventus fagnaði 2-1 sigri og þar með Ítalíumeistaratitlinum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.