Fótbolti

Ronaldo fyrstur til að verða meistari á Ítalíu, Spáni og Englandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo fagnar í dag
Ronaldo fagnar í dag vísir/getty

Cristiano Ronaldo varð í dag fyrsti leikmaðurinn til þess að vinna meistaratitla í fótbolta á Englandi, Spáni og Ítalíu þegar Juventus tryggði sér Ítalíumeistaratitilinn.

Ronaldo fór til Ítalíu síðasta sumar eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvisvar með Real Madrid. Þar áður átti hann þrjá Englandsmeistaratitla í verðlaunaskápnum frá tíma sínum hjá Manchester United.

Juventus hefur haft mikla yfirburði á Ítalíu síðustu ár og varð þar engin breyting á í ár, titillinn er búinn að vera á leið til Tórínó síðustu vikur en varð formlega Juventus-manna í dag. Ronaldo varð því fyrsti leikmaðurinn til þess að vinna titla á Englandi, Spáni og Ítalíu.

David Beckham á einnig titla úr þremur löndum af þeim fimm sem teljast sem topp fimm í Evrópu. Hann varð meistari með Manchester United og Real Madrid, líkt og Ronaldo, og svo vann hann frönsku deildina með Paris Saint-Germain. Hann náði þó ekki að bæta Ítalíu í safnið, AC Milan endaði í þriðja sæti þegar Beckham var þar.

Zlatan Ibrahimovic á Ítalíumeistaratitil með Inter Milan og Spánarmeistaratitil með Barcelona. Hann var þó ekki á réttum tíma með Manchester United því ólíkt hinum tveimur náði hann ekki í titil með rauðu djöflunum. Hann á þó titil með PSG og er því einnig með þrjá stóra meistaratitla í Evrópu.

Jose Mourinho á hins vegar þrennu frá Ítalíu, Spáni og Englandi, en sem þjálfari ekki leikmaður. Hann stýrði Chelsea til sigurs á Englandi, Inter á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.