Fótbolti

Ronaldo fyrstur til að verða meistari á Ítalíu, Spáni og Englandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo fagnar í dag
Ronaldo fagnar í dag vísir/getty
Cristiano Ronaldo varð í dag fyrsti leikmaðurinn til þess að vinna meistaratitla í fótbolta á Englandi, Spáni og Ítalíu þegar Juventus tryggði sér Ítalíumeistaratitilinn.Ronaldo fór til Ítalíu síðasta sumar eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvisvar með Real Madrid. Þar áður átti hann þrjá Englandsmeistaratitla í verðlaunaskápnum frá tíma sínum hjá Manchester United.Juventus hefur haft mikla yfirburði á Ítalíu síðustu ár og varð þar engin breyting á í ár, titillinn er búinn að vera á leið til Tórínó síðustu vikur en varð formlega Juventus-manna í dag. Ronaldo varð því fyrsti leikmaðurinn til þess að vinna titla á Englandi, Spáni og Ítalíu.David Beckham á einnig titla úr þremur löndum af þeim fimm sem teljast sem topp fimm í Evrópu. Hann varð meistari með Manchester United og Real Madrid, líkt og Ronaldo, og svo vann hann frönsku deildina með Paris Saint-Germain. Hann náði þó ekki að bæta Ítalíu í safnið, AC Milan endaði í þriðja sæti þegar Beckham var þar.Zlatan Ibrahimovic á Ítalíumeistaratitil með Inter Milan og Spánarmeistaratitil með Barcelona. Hann var þó ekki á réttum tíma með Manchester United því ólíkt hinum tveimur náði hann ekki í titil með rauðu djöflunum. Hann á þó titil með PSG og er því einnig með þrjá stóra meistaratitla í Evrópu.Jose Mourinho á hins vegar þrennu frá Ítalíu, Spáni og Englandi, en sem þjálfari ekki leikmaður. Hann stýrði Chelsea til sigurs á Englandi, Inter á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.