Enski boltinn

Gylfi ekki skorað meira gegn neinu liði en Man. Utd.

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi fagnar marki sínu.
Gylfi fagnar marki sínu. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson kom Everton í 2-0 gegn Manchester United í leik sem nú stendur yfir á Goodison Park. Hafnfirðingurinn skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig.

Þetta var fimmta markið sem Gylfi skorar gegn United. Hann hefur ekki skorað meira gegn neinu liði á ferlinum. Gylfi hefur skorað í báðum deildarleikjunum gegn United á þessu tímabili og skoraði þrisvar gegn United þegar hann lék með Swansea City.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur einnig skorað fimm mörk gegn Chelsea og Southampton á ferlinum.

Gylfi hefur alls komið með beinum hætti að átta mörkum gegn United í ensku úrvalsdeildinni, fleirum en gegn nokkru öðru liði.Gylfi er búinn að skora 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem er persónulegt met hjá honum. Að auki hefur hann lagt upp fjögur mörk.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.