Erlent

Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Flóttafólki haldið af landamæraeftirlitinu við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó.
Flóttafólki haldið af landamæraeftirlitinu við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. Getty/ David Peinado
Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters.„Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó.Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin.Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald.Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó.Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Handtóku meðlim hægri-öfgahóps

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.