Íslenski boltinn

Risaleikur Vals og FH í 32-liða úrslitum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Eyja.
Bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Eyja. vísir/daníel

Valur og FH mætast í stórleik 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla í fótbolta. Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára, ÍBV og Stjarnan, mætast á Hásteinsvelli. Stjörnumenn urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn í fyrra en Eyjamenn unnu bikarinn 2017.

Breiðablik, sem tapaði í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fer til Grenivíkur og mætir þar Magna.

Úlfarnir úr 4. deild, sem slógu Víking Ó. óvænt út í síðustu umferð, mæta 2. deildarliði Vestra á útivelli.

Tvö önnur 4. deildarlið voru í pottinum. KÁ dróst á móti Víkingi R. og Mídas mætir annað hvort Völsungi eða Tindastóli. Liðin mætast í lokaleik 2. umferðar annað kvöld.

32-liða úrslitin eru á dagskrá í næstu viku, þriðjudaginn 30. apríl og miðvikudaginn 1. maí.

32-liða úrslit Mjólkurbikars karla:
KÁ - Víkingur R.
Völsungur/Tindastóll - Mídas
Magni - Breiðablik
Sindri - KA
Valur - FH
Grindavík - Afturelding
ÍR - Fjölnir
Fram - Njarðvík
Ægir - Þróttur R.
ÍBV - Stjarnan
Augnablik - ÍA
Keflavík - Kórdrengir
HK - Fjarðabyggð
Fylkir - Grótta
Vestri - Úlfarnir
KR - Dalvík/Reynir

Drátturinn var í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má lesa hér fyrir neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.