Innlent

Þurftu að reykræsta fjölbýlishús í Árbæ

Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Frá aðgerðum slökkviliðsmanna við Vallarás.
Frá aðgerðum slökkviliðsmanna við Vallarás. Vísir/Jóhannk

Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins upp úr klukkan fjögur vegna reyks í fjölbýlishúsi við Vallarás í Árbæ. Slökkviliðsmenn fóru á vettvang en iðnaðarmenn höfðu verið að störfum við viðgerð á lyftuhúsi í fjölbýlishúsinu. Ekki er talið að eldur hafi kviknað.

Slökkviliðsmenn mátu það svo að ekki þyrfti að rýma húsið en íbúar voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan húsið var reykræst. 

Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi Vísir/JóhannK

„Það rauk þarna út úr stjórnrými lyftunnar og það hefur eitthvað brunnið yfir í stjórnborði lyftunnar. Við náðum að halda stigagangi reykfríum og notuðum yfrþrýstingsblásara  til þess að blása loftinu út rétta leiðþannig aðþað færi ekki inn í stigaganginn,“ sagði Óttar karlsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem stýrði aðgerðum á vettvangi.

Kom til þess aðþaðþyrfti að rýma?

„Nei í rauninni ekki,“ sagði Óttar.

Það er búið að vera svolítið að gera hjá ykkur undanfarið?

„Já bara töluvert. Þetta er held ég fjórða útkallið hjá okkur á stöðinni upp í Mosfellsbæ,“ sagði ÓttarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.