Íslenski boltinn

KA bætir við sig markverði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óli Stefán er þjálfari KA.
Óli Stefán er þjálfari KA. vísir/ernir

KA hefur bætt við sig markverði fyrir átökin í Pepsi-deild karla en Kristijan Jajalo er genginn í raðir félagsins.

Jajalo hefur undanfarin þrjú tímabil leikið með Grindavík en ákvað að framlengja ekki samning sinn við Grindavík. Því hefur hann verið samningslaus í vetur.

Hann hefur nú samið við KA en á sama tíma hefur hinn ungi og efnilegi Aron Elí Gíslason gengið í raðir Magna á Grenivík í Inkasso-deildinni. Hann verður á láni hjá þeim út leiktíðina.

Það verða því þeir Jajalo og Aron Dagur Birnuson sem munu berjast við markmansstöðuna hjá KA í sumar en Aron Dagur er fæddur árið 1999.

Reiknar er með því að Aron Dagur verði í markinu er KA spilar gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn á Akranesi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.