Innlent

Kínverjar með áhuga á norðurslóðum

Ari Brynjólfsson skrifar
Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands.
Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Fréttablaðið/HÍ

Samskipti Íslands og Kína hafa aukist til muna á síðustu árum og vinna löndin að ýmsum samstarfsverkefnum bæði hér á landi og ytra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi Hafliða Sævarssonar, verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem fer fram í Norræna húsinu á morgun frá kl. 9 til 18. Fjölmörg erindi og pallborðsumræður fara fram á ráðstefnunni, þar á meðal erindi Hafliða um samskipti Íslands og Kína.

Hann segir Íslendinga njóta góðs af hátækniuppbyggingu í Kína samhliða einföldum framleiðsluvörum. Stóra atriðið er þó stór samstarfsverkefni milli þjóðanna. „Kínverjar hafa fjárfest í áhugaverðu fyrirtæki í Hafnarfirði sem framleiðir stevíujurt, þar hafa þeir komið inn með kínverskt hugvit, þeir eru líka að fjárfesta í erfðafræðirannsóknum,“ segir Hafliði. „Íslendingar hafa svo komið að uppbyggingu á hitaveitum í Kína.“ Þar að auki hafi Kínverjar áhuga á norðurslóðum, þá helst siglingaleiðum yfir norðurskautið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.