Hótar Kanada stríði vegna rusls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 23:30 Filippseyingar hafa lengi barist fyrir því að ruslinu verði skilað. Vísir/Getty Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“ Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“
Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent