Innlent

„Ekki vitað um dæmi „devils breath“-eitrunar hér á landi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Grunur leikur á um að rúmenska mafían hafi byrlað íslenskum feðgum ólyfjan á Tenerife fyrir nokkrum vikum og rænt þá um hábjartan dag. Eitrið sem var notað vekur nokkurn óhug en það veldur meðal annars ofskynjunum og minnisleysi. Eiturefnasérfræðingur á Landspítalanum segist ekki vita um tilfelli um notkun eitursins hér á landi.

Sjá einnig: Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife

„Devil's breath er efni sem kemur frá plöntu í Suður-Ameríku. Þetta efni er notað í trúarathöfnum og til að fá ofskynjanir og maður verður leiðandi undir áhrifum þess,“ segir Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og eiturefnum hjá Landspítalanum og umsjónamaður eitrunardeildar spítalans.

Plantan kallast borrachero en efnið sem um ræðir er það sama og meðal annars er stundum notað við sjóveiki. „Við höfum enga reynslu af devils breath hér á landi sem ég man eftir,“ segir Curtis. „Þetta er mjög algengt í Kólumbíu til dæmis. Það er grein í Wall Street Journal frá árinu 1995 þar sem 50% af komum á bráðamóttöku voru tengd við þetta efni.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.