Trump dregur Bandaríkin út úr vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:44 Trump ávarpar hér samkomu Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, eða NRA. Daniel Acker/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Sjá meira