Gary Neville hló að Lukaku í beinni útsendingu Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 08:30 Romelu Lukaku var alveg búinn á því eftir einn góðan sprett í fyrri hálfleiknum. Getty/Simon Stacpoole Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira