Erlent

Hneig niður á tískupallinum og lést

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tales Soares á tískupallinum í Sao Paulo á laugardag, skömmu áður en hann lést.
Tales Soares á tískupallinum í Sao Paulo á laugardag, skömmu áður en hann lést. Getty/Alexandre Schneider
Brasilísk fyrirsæta, sem hneig niður er hann gekk tískupallinn á tískuvikunni í brasilísku borginni Sao Paulo á laugardag, var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.Í frétt BBC segir að fyrirsætan, hinn 26 ára Tales Soares, hafi verið að sýna föt tískumerkisins Ocksa þegar hann hneig niður á pallinum. Þá segir að áhorfendur hafi í fyrstu haldið að atvikið væri hluti af sýningunni en alvara málsins hafi orðið ljós þegar viðbragðsaðilar þustu að Soares og hófu endurlífgun. Þær tilraunir báru ekki árangur.Skipuleggjendur tískuvikunnar staðfestu andlát Soares á Twitter en veittu ekki frekari upplýsingar, utan þess að votta aðstandendum hans samúð sína. Ekkert hefur enn verið gefið upp um dánarorsök Soares.Myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum um helgina. Í þeim sést Soares ganga að enda tískupallarins en þegar hann snýr sér við verður hann reikull í spori og hnígur að endingu niður. Hér að neðan má sjá mynd sem Soares birti á Instagram nokkrum klukkustundum áður en hann lést.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.