Fótbolti

Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Messi eftir meðferðina frá Chris Smalling í gær.
Messi eftir meðferðina frá Chris Smalling í gær. Getty/Jan Kruger

Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar.

Lionel Messi fékk harðar móttökur frá leikmönnum Manchester United á Old Trafford í gær og ljósmyndarar náði myndum af honum blóðugum eftir samstuð við Chris Smalling.Manchester United liðið kom í veg fyrir að Messi skoraði en Argentínumaðurinn átti aftur á móti stóran þátt í sigurmarkinu og hefði fengið stoðsendinguna ef það hefði ekki verið skráð sjálfsmark.

Messi átti þá fyrrigjöfina á Luis Suarez sem skallaði boltann í Luke Shaw og í markið. Suarez fagnaði markinu sem sínu en markið var á endaði skráð sem sjálfsmark.

„Við gerðum eins vel og við gátum á móti Messi og héldum stöðum okkar vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir leikinn.„Þetta hefði getað dottið báðum megin. Við náðum aftur á móti ekki skoti á markið og það eru vonbrigði. Við vorum að mæta frábæru liði og þetta er mjög erfitt verkefni. Við förum samt til þeirra vitandi að við getum skorað hjá þeim,“ sagði Solskjær.
Blóðgaður Messi var á forsíðum ensku blaðanna eins og sjá má hér fyrir neðan.

Skjámynd/Daily Express

Smalling, sá sem blóðgaði Messi, var ánægður með leik síns liðs þrátt fyrir tapið og þá sérstaklega það hversu illa gekk hjá Börsungum að skapa færi.

„Við pressuðum þá hátt uppi og gerðum þetta erfitt fyrir þá. Það er synd að við náðum ekki marki á þá. Mér fannst við búa til vænleg færi til þess að skora,“ sagði Chris Smalling.

„Við lokuðum alveg á þá og ég held að David de Gea hafi aðeins þurft að verja einu sinni. Við vissum að við þurftum að mæta með ákafa sem þeir eru ekki vanir,“ sagði Smalling. Hann fékk ekki gult fyrir baráttuna við Messi en spjaldið fór á loft þegar hann braut á Luis Suarez.

„Þetta var mikil barátta. Mér fannst gult spjaldið mitt fyrir brotið á Luis Suarez vera veikasta tæklingin mín í leiknum,“ sagði Smalling.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.