Sjálfsmark Shaw skildi liðin að

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markið skorað.
Markið skorað. vísir/getty
Barcelona er með 1-0 forystu gegn Manchester United eftir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið var á Old Trafford fyrir framan fullu húsi í kvöld.Börsungar voru mikið með boltann í upphafi leiksins og það var ekki mjög óvænt þegar Börsungar komust yfir á tólftu mínútu leiksins. Heppnisstimpill yfir markinu en einnig sofandi háttur í varnarleik United.Lionel Messi fékk boltann inni í teignum hjá United, vippaði boltanum á fjærstöngina þar sem Luis Suarez skallaði boltann í Luke Shaw og í netið. Í fyrstu var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir skoðun í VARsjánni var markið dæmt gott og gilt.United fékk tækifæri í fyrri hálfleik til þess að jafna metin. Diego Dalot fékk gapandi frían skalla á fjærstönginni en skallaði framhjá. Börsungar voru 1-0 yfir í hálfleik.Síðari hálfleikurinn var mjög svo rólegur. Lítið um færi og Börsungar héldu boltanum vel innan liðsins. United náði aldrei að setja almennilega pressu á Barcelona og lokatölur 1-0.Það er því verk að vinna fyrir United í síðari leiknum sem fer fram á Camp Nou næsta þriðjudag.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.