Fótbolti

Sjáðu enn eitt útsláttarmark Ronaldo og sjálfsmark Shaw

Umkringdur Messi í kvöld.
Umkringdur Messi í kvöld. vísir/getty

Þrjú mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í Meistaradeild Evrópu í kvöld en fyrri umferðin í átta liða úrslitunum kláraðist í kvöld.

Barcelona vann 1-0 sigur á Old Trafford. Það voru þó ekki Börsungar sem skoruðu markið því Luke Shaw varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Í Hollandi voru skoruð tvö mörk. Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir gegn Ajax en David Neres jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Þar við sat.

Bæði þessi lið mætast aftur í næstu viku en þá eigast liðin við á þriðjudag. Þá ræðst hvaða lið fara áfram í undanúrslitin í sterkustu deild Evrópu.

Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.

Man. United - Barcelona 0-1:

Klippa: Man. United - Barcelona 0-1

Ajax - Juventus 1-1:

Klippa: Ajax - Juventus 1-1


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.