Sakar Sjálfstæðisflokkinn um að reyna að fela hallarekstur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 17:37 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela "verulegan hallarekstur bæjarins“. Vísir/egill Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“ Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“
Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00