Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 08:30 Mohamed Salah sleppur vonandi við að hlusta á þessa söngva í leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn kemur. Vísir/Getty Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira