Erlent

Bar eld að klæðum sínum fyrir utan Hvíta húsið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var fyrir utan Hvíta húsið vegna málsins, Pennsylvaniu-breiðgötunni var lokað og svæðið girt af.
Mikill viðbúnaður var fyrir utan Hvíta húsið vegna málsins, Pennsylvaniu-breiðgötunni var lokað og svæðið girt af.
Mikill viðbúnaður lögreglu var við húsakynni Hvíta hússins í dag þegar maður bar eld að klæðum sínum. Talið er að maðurinn glími við andleg veikindi en rannsókn málsins stendur enn yfir. Maðurinn hlaut mikla áverka vegna brunans en hann er þó ekki í lífshættu.

Fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar komu manninum tafarlaust til bjargar og slökktu eldinn. Sjúkraliðar hlúðu að manninum og var hann fluttur á spítala. Bandaríska lögreglan sagði að þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hefði verið í Hvíta húsinu hafi hann aldrei verið í neinni hættu vegna atviksins.

Lögreglu varð fljótlega ljóst að umræddur maður hefði haft meðferðis grunsamlegan pakka en verið er að rannsaka innihald hans.

Sjónarvottar hafa greint frá því í bandarískum fjölmiðlum að maðurinn hafi setið í eins konar rafskutlu þegar hann kveikti í jakkanum sínum.

Mikill viðbúnaður var fyrir utan Hvíta húsið vegna málsins, Pennsylvaniu-breiðgötunni var lokað og svæðið girt af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×