Innlent

Ágúst Þór Árnason látinn

Ágúst Þór Árnason við Háskólann á Akureyri
Ágúst Þór Árnason við Háskólann á Akureyri
Ágúst Þór Árna­son, aðjunkt við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, lést á heim­ili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein.

Ágúst fædd­ist í Reykja­vík 26. maí 1954. Hann nam heim­speki, lög­fræði og stjórn­mála­fræði í Berlín við Die Freie Uni­ver­istat. Hann var fram­kvæmda­stjóri Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands frá 1994-1998. Ágúst var kosinn af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010 og tók virkan þátt í umræðu um breytingar á stjórnarskrá.

Hann eignaðist þrjú börn: Guðmund Árna, Brynj­ar og Elísa­betu og barna­börn­in eru sjö. Sam­býl­is­kona hans var Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.