Íslenski boltinn

Guðjón Pétur skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón í leik með Blikum á sínum tíma.
Guðjón í leik með Blikum á sínum tíma. vísir/ernir
Guðjón Pétur Lýðsson er búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa yfirgefið herbúðir KA í gær vegna fjölskylduástæðna.Tilkynnt var um brottför Guðjóns frá Akureyri í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar fundaði hann bæði með Valsmönnum og Blika.Nú er ljóst að hann semur við Blika en hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Hann hefur áður leikið með Kópavogsliðinu en hann lék þar frá 2013 til 2016.Hann spilaði 59 leiki fyrir Blika í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim sautján mörk svo Blikar eru að fá góðan bita.Tvær vikur eru þangað til að Pepsi Max-deild karla hefst en Blikar heimsækja Grindavík í fyrsta leik áður en þeir halda í slaginn um Kópavog.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.