Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2019 09:30 Jussi Halla-aho, formaður Sannra Finna, greiddi atkvæði í Helsinki í morgun. epa Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma. Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma.
Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15
Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08