„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 13:43 Jón Gunnarsson og Svandís Svavarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira