Erlent

Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í "Umhverfis-uppreisn“

Andri Eysteinsson skrifar
Mótmælin eru ekki sú einu sem hópurinn mun standa fyrir.
Mótmælin eru ekki sú einu sem hópurinn mun standa fyrir. Vísir/EPA

Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra „umhverfis-uppreisn“. Skipuleggjendur uppreisnarinnar segja að atburðurinn geti staðið yfir í nokkra daga. Guardian greinir frá.

Fólk af öllu stærðum og gerðum, úr öllum sviðum samfélagsins hafa safnast saman á götum úti og stöðvað umferð. Mótmælin eru hluti alþjóðlegrar hreyfingar og eru mótmæli áætluð í 80 borgum í 33 löndum á næstu dögum.

Kröfur mótmælenda eru meðal annars að Bretar komi því svo fyrir að kolefnislosun í landinu verði engin árið 2025. Í London söfnuðust mótmælendur saman við Waterloo-brú, Oxford Circus, Picadilly Circus, Marble Arch og Parliament Square. Þegar leið á kvöld mætti lögregla mótmælendum við Waterloo-brú og handtók þá mótmælendur sem enn lokuðu fyrir umferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.