Íslenski boltinn

Rasmus lánaður í Grafarvoginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rasmus fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust
Rasmus fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust vísir/bára

Fjölnir fær liðsstyrk frá Íslandsmeisturum Vals fyrir átökin í Inkassodeild karla í fótbolta en þeir hafa fengið danska miðvörðinn Rasmus Christiansen á láni.

Christiansen er 29 ára gamall og hefur verið á mála hjá Valsmönnum síðan árið 2015. Hann fótbrotnaði snemma tímabils síðasta sumar og missti því af stærstum hluta tímabilsins.

Hann á samtals að baki 154 leiki í efstu deild á Íslandi og hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Fjölnir féll úr efstu deild síðasta haust og mun því leika í Inkassodeildinni í sumar. Liðið hefur leik í Mjólkurbikarnum á morgun í leik gegn Leikni Reykjavík og er Christiansen gjaldgengur í þann leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.