Fótbolti

Milner: Þurfum titil til að verða bestir í heimi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Milner
James Milner vísir/getty

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi að tala niður stóru orð kollega síns hjá Porto sem sagði Liverpool vera besta lið heims. Til þess að það sé satt þarf Liverpool að vinna titla.

Liverpool mætir Porto í annað sinn í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liverpool er með 2-0 forystu eftir fyrri leikinn á Anfield.

Á blaðamannafundi sínum fyrir leikinn sagði Sergio Conceicao, stjóri Porto, að „í mínum huga eru þeir besta liðið í heiminum.“

Þjóðverjinn Klopp vildi þó ekki taka undir þessa yfirlýsingu frá kollega sínum.

„Það eru leikir þar sem við lítum mjög vel út, það er alveg satt, og þetta er gott hrós,“ sagði Klopp. „En við vitum að við eigum ennþá erfitt verkefni fyrir höndum.“

Miðjumaðurinn James Milner tók undir orð þjálfara síns og sagði að til þess að sanna að þeir séu bestir þurfi Liverpool að vinna titil.

„Við höfum ekki gert það enn. Liverpool-liðið frá 2005 sem vann Meistaradeildina, þeir komust yfir endalínuna og unnu titil og það er það sem við viljum gera,“ sagði Milner.

Leikur Porto og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.