Íslenski boltinn

Fjölnir og Fram áfram í Mjólkurbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hans Viktor skoraði eitt mark í kvöld.
Hans Viktor skoraði eitt mark í kvöld. vísir/bára
Fjölnir og Fram eru komin í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Fram burstaði yfir 4. deildarlið Ýmis og Fjölnismenn rúlluðu yfir Leikni í Inkasso-slag, 4-1.

Staðan var markalaus í hálfleik í Breiðholtinu en Leiknismenn komust yfir á 57. mínútu með  Gyrðir Hrafn Guðbrandsson. Það tók Fjölnismenn fjórar mínútur að jafna en það gerði Hans Viktor Guðmundsson.

Albert Brynjar Ingason skoraði á 65. mínútu og Albert var aftur á ferðinni á 70. mínútu er hann skoraði úr vítaspyrnu. Fjórða og síðasta mark Fjölnis gerði Guðmundur Karl Guðmundsson níu mínútum fyrir leikslok.

Fjölnismenn því komnir áfram í 32-liða úrslitin og það gerðu Framarar einnig sem unnu 6-0 sigur á Ými. Fram lenti í vandræðum með 4. deildarliðið GG í síðustu umferð en voru í engum vandræðum í kvöld.

Frederico Bello Saraiva og Helgi Guðjónsson skoruðu sitthvor tvö mörkin en þeir Magnús Þórðarson og Hilmar Freyr Bjartþórsson bættu við sitthvoru markinu. Lokatölur 6-0.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net og fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×