Íslenski boltinn

Fjölnir og Fram áfram í Mjólkurbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hans Viktor skoraði eitt mark í kvöld.
Hans Viktor skoraði eitt mark í kvöld. vísir/bára

Fjölnir og Fram eru komin í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Fram burstaði yfir 4. deildarlið Ýmis og Fjölnismenn rúlluðu yfir Leikni í Inkasso-slag, 4-1.

Staðan var markalaus í hálfleik í Breiðholtinu en Leiknismenn komust yfir á 57. mínútu með  Gyrðir Hrafn Guðbrandsson. Það tók Fjölnismenn fjórar mínútur að jafna en það gerði Hans Viktor Guðmundsson.

Albert Brynjar Ingason skoraði á 65. mínútu og Albert var aftur á ferðinni á 70. mínútu er hann skoraði úr vítaspyrnu. Fjórða og síðasta mark Fjölnis gerði Guðmundur Karl Guðmundsson níu mínútum fyrir leikslok.

Fjölnismenn því komnir áfram í 32-liða úrslitin og það gerðu Framarar einnig sem unnu 6-0 sigur á Ými. Fram lenti í vandræðum með 4. deildarliðið GG í síðustu umferð en voru í engum vandræðum í kvöld.

Frederico Bello Saraiva og Helgi Guðjónsson skoruðu sitthvor tvö mörkin en þeir Magnús Þórðarson og Hilmar Freyr Bjartþórsson bættu við sitthvoru markinu. Lokatölur 6-0.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net og fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.