Íslenski boltinn

Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir sigur á Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslandsmeistararnir tóku fyrsta titil tímabilsins
Íslandsmeistararnir tóku fyrsta titil tímabilsins vísir/daníel

Breiðablik er Lengjubikarsmeistari kvenna í fótbolta eftir sigur á Val í úrslitaleik á Eimskipsvellinum í Laugardal í dag.

Leikurinn byrjaði eins vel og hægt var að óska sér fyrir Blika en Kristín Dís Árnadóttir skoraði eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Bæði lið áttu sín færi til þess að skora mark í fyrri hálfleiknum en það kom ekki.

Snemma í seinni hálfleik gerði Málfríður Anna Sigurðardóttir sig seka um mistök þegar hún átti lélega sendingu út úr vörninni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komst inn í sendinguna, keyrði á markið og kláraði færið listilega.

Breiðablik virtist ætla að sigla þægilegum sigri heim en á 87. mínútu færðist spenna í leikinn þegar Heiðdýs Lillýardóttir lenti í því óláni að skora sjálfsmark.

Margrét Lára Viðarsdóttir átti skot sem að Sonný Lára Þráinsdóttir varði en hún varði boltann út í teiginn þar sem hann fór í Heiðdísi og í netið.

Í uppbótartíma kláraði Karólína Lea hins vegar leikinn fyrir Breiðablik, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti frábæra sendingu inn á Karólínu sem kláraði færið.

Breiðablik vann því 3-1 sigur og er Lengjubikarsmeistari.

Klippa: Valur - Breiðablik 1-3Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.