Íslenski boltinn

Hilmar Árni framlengir við Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Árni fagnar einu af 16 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í fyrra.
Hilmar Árni fagnar einu af 16 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í fyrra. vísir/bára

Hilmar Árni Halldórsson, næstmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna.Hilmar Árni kom til Stjörnunnar frá Leikni R. fyrir tímabilið 2016. Hann hefur skorað 33 mörk í 64 deildarleikjum með Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði hann 16 mörk í Pepsi-deildinni og fékk Silfurskóinn.

Hilmar Árni varð bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra. Hann lék alla fimm leiki Stjörnunnar í Mjólkurbikarnum.

Stjarnan vann Meistarakeppni KSÍ í gær eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni, 6-5. Hilmar Árni skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni.Hilmar Árni, sem er 27 ára, hefur leikið fjóra A-landsleiki.

Stjarnan fær KR í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar laugardaginn 27. apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.