Erlent

13 látnir eftir að kirkja féll saman í upphafi páskamessu

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Kirkja í Suður-Afríku. Myndin tengist fréttinni ekki.
Kirkja í Suður-Afríku. Myndin tengist fréttinni ekki. Getty/Waldo Swiegers

Minnst 13 eru látnir eftir að kirkja í Suður-Afríku féll saman í upphafi páskamessu. Að minnsta kosti 29 manns var flýtt á sjúkrahús vegna meiðsla. Frá þessu er greint á vef BBC.

Yfirvöld á svæðinu hafa kennt miklum rigningum um slysið.

Til stóð að athöfnin stæði yfir alla helgina en bænastund var haldin í morgun í tjaldi fyrir utan kirkjuna til að biðja fyrir þeim sem létust og hlutu meiðsl í slysinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.