Jenas: Lloris hefur brugðist Spurs of oft og ætti að fara á bekkinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 16:30 Lloris í öngum sínum eftir markið klaufalega sem hann fékk á sig gegn Liverpool. vísir/getty Hugo Lloris hefur brugðist Tottenham of oft. Þetta segir Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi álitsgjafi hjá BBC. Lloris gerði sig sekan um dýrkeypt mistök þegar Tottenham sótti Liverpool heim í gær. Á lokamínútunni, í stöðunni 1-1, missti hann skalla Mohameds Salah, klaufalega frá sér. Boltinn fór í samherja hans, Toby Alderweireld, og rúllaði yfir marklínuna. Þetta slysalega sjálfsmark réði úrslitum í leiknum. „Spurs spilaði vel í seinni hálfleik og hefði átt að vinna leikinn. Þess í stað töpuðu þeir vegna mistaka Lloris. Þetta er ekki viðunandi og í baráttunni um Meistaradeildarsæti var þetta það síðasta sem Spurs þurfti á að halda frá fyrirliða sínum. Hann hefur gert of mörg svona mistök síðustu tímabil,“ sagði Jenas um franska heimsmeistarann. „Hann á enn heimsklassa vörslur, eins og í útileiknum gegn Borussia Dortmund, en bestu markverðirnir eru dæmdir út frá stöðugleika og traustinu sem þeir færa varnarlínunni. Lloris býður ekki lengur upp á það eins og sást gegn Liverpool. Ef Tottenham vill taka næsta skref og berjast um titla gætu þeir þurft að líta á markvarðastöðuna.“ Lloris kom til Tottenham frá Lyon 2012. Jenas segir að hann hafi ekki spilað verr fyrir Spurs síðan hann kom til Englands. „Lloris ætti að vera á hátindi ferilsins en er óöruggari en nokkru sinni síðan hann kom til Tottenham. Þegar rætt er um bestu markverði heims kemur nafn hans alltaf upp en það virðist byggt á því sem hann hefur gert, frekar en frammistöðu hans í dag,“ sagði Jenas. Tottenham mætir Crystal Palace í fyrsta leiknum á nýja heimavellinum sínum á miðvikudaginn. Jenas segir að Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Spurs, eigi að íhuga að setja Lloris á bekkinn og gefa Paolo Gazzaniga tækifæri milli stanganna. „Ég held að hann sé ekki hræddur að henda honum á bekkinn og það gerir honum auðveldara fyrir að vera með Gazzaniga til taks. Hann hefur alltaf staðið sig frábærlega þegar ég hef séð hann spila. Eins grimmt og það hljómar myndi ég íhuga það alvarlega að taka Lloris úr liðinu ef ég væri Pochettino,“ sagði Jenas. „Þetta er stór stund, fyrsti leikurinn á nýja vellinum, og Lloris finnst hann væntanlega eiga að spila. En Pochettino getur ekki hugsað um tilfinningar leikmannsins. Forgangsatriðið hjá Spurs er að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Meistaradeildarsæti er svo mikilvægt fyrir framtíð félagsins.“ Tottenham er enn í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan 10. febrúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28 Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Hugo Lloris hefur brugðist Tottenham of oft. Þetta segir Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi álitsgjafi hjá BBC. Lloris gerði sig sekan um dýrkeypt mistök þegar Tottenham sótti Liverpool heim í gær. Á lokamínútunni, í stöðunni 1-1, missti hann skalla Mohameds Salah, klaufalega frá sér. Boltinn fór í samherja hans, Toby Alderweireld, og rúllaði yfir marklínuna. Þetta slysalega sjálfsmark réði úrslitum í leiknum. „Spurs spilaði vel í seinni hálfleik og hefði átt að vinna leikinn. Þess í stað töpuðu þeir vegna mistaka Lloris. Þetta er ekki viðunandi og í baráttunni um Meistaradeildarsæti var þetta það síðasta sem Spurs þurfti á að halda frá fyrirliða sínum. Hann hefur gert of mörg svona mistök síðustu tímabil,“ sagði Jenas um franska heimsmeistarann. „Hann á enn heimsklassa vörslur, eins og í útileiknum gegn Borussia Dortmund, en bestu markverðirnir eru dæmdir út frá stöðugleika og traustinu sem þeir færa varnarlínunni. Lloris býður ekki lengur upp á það eins og sást gegn Liverpool. Ef Tottenham vill taka næsta skref og berjast um titla gætu þeir þurft að líta á markvarðastöðuna.“ Lloris kom til Tottenham frá Lyon 2012. Jenas segir að hann hafi ekki spilað verr fyrir Spurs síðan hann kom til Englands. „Lloris ætti að vera á hátindi ferilsins en er óöruggari en nokkru sinni síðan hann kom til Tottenham. Þegar rætt er um bestu markverði heims kemur nafn hans alltaf upp en það virðist byggt á því sem hann hefur gert, frekar en frammistöðu hans í dag,“ sagði Jenas. Tottenham mætir Crystal Palace í fyrsta leiknum á nýja heimavellinum sínum á miðvikudaginn. Jenas segir að Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Spurs, eigi að íhuga að setja Lloris á bekkinn og gefa Paolo Gazzaniga tækifæri milli stanganna. „Ég held að hann sé ekki hræddur að henda honum á bekkinn og það gerir honum auðveldara fyrir að vera með Gazzaniga til taks. Hann hefur alltaf staðið sig frábærlega þegar ég hef séð hann spila. Eins grimmt og það hljómar myndi ég íhuga það alvarlega að taka Lloris úr liðinu ef ég væri Pochettino,“ sagði Jenas. „Þetta er stór stund, fyrsti leikurinn á nýja vellinum, og Lloris finnst hann væntanlega eiga að spila. En Pochettino getur ekki hugsað um tilfinningar leikmannsins. Forgangsatriðið hjá Spurs er að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Meistaradeildarsæti er svo mikilvægt fyrir framtíð félagsins.“ Tottenham er enn í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan 10. febrúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28 Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28
Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00
Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00
Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30
Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15