Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 09:00 Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu á Anfield í gær. Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, viðurkennir fúslega að heppnin hafi verið með Liverpool á þessu tímabili en bendir á að það gæti fengið leikmenn Liverpool til að trúa því að nafni Liverpool sé skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn.Is fate taking Jurgen Klopp's Liverpool side to title after win over Spurs? More ➡ https://t.co/grKZuuMjHh#LFCpic.twitter.com/5WG4kxOnoP — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Phil McNulty á BBC tók það líka saman hvernig hlutirnir hafa dottið með Liverpool liðinu á tímabilinu og honum finnst líka eins og örlögin séu líka á bandi Liverpool liðsins. „Liverpool hefur sýnt gæði, þrautseigju, staðfestu og þol síðan í ágúst. Þess vegna er liðið á toppnum þegar sex leikir eru eftir. Stundum hafa aftur á móti aðrir kraftar séð til þess að stuðningsfólk Liverpool hefur fagnað á götunum í kringum Anfield. Það skilur eftir stóru spurninguna hvort örlögin séu að leiða Liverpool í átt að fyrsta titlinum í 29 ár,“ skrifaði Phil McNulty á vef breska ríkisútvarpsins og hélt áfram. „Liverpool átti ekki skilið að fá þessi þrjú stig en liðið tekur þeim fagnandi. Manchester City er áfram á miklu skriði en sú tilfinning að þetta muni falla með Liverpool er alltaf að verða sterkari og sterkari,“ skrifaði McNulty og benti síðan á mörg dæmi þar sem lukkan var í búningi Liverpool. Þar bendir hann á vítaspyrnuna sem Riyad Mahrez klikkað á í lok markalausa leiksins á Anfield, markmannsmistökin hans Jordan Pickford sem færði Liverpool 1-0 sigur á Everton á 96. mínútu og mistök Julian Speroni, markvarðar Crystal Palace í 4-3 sigri Liverpool á Palace í janúar. Við þetta bætist það síðan að vinna Tottenham á ótrúlega klaufalegu sjálfsmarki á 90. mínútu á Anfield í gær."Hugo Lloris has let Tottenham down too many times." Analysis: https://t.co/OmWcayEgoypic.twitter.com/CwudvvFPGJ — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019„Allt þetta safnast saman með öllum hinum frábæru frammistöðum Liverpool á leiktíðinni og býr til pakka sem getur unnið ensku úrvalsdeildina,“ skrifaði Phil McNulty. Það má lesa pistil hans hér. Skysports sjónvarpsstöðin notast mikið við gömlu brýnin og erkifjendurna Jamie Carragher og Gary Neville við leik- og stöðugreiningar sína. Gary Neville kom með enn eitt dæmið um að hlutirnir hafi fallið með Liverpool þegar hann nefndi sigurmarkið á móti Fulham sem kom úr vítaspyrnu undir lokin. „Sagan segir manni það að til að vinna titilinn þá þarftu að skora sigurmörk í lokin og Liverpool hefur gert það oft á þessu tímabili.,“ sagði Carragher.IS LIVERPOOL'S NAME ON THE TROPHY? Read Gary Neville and Jamie Carragher's big-match verdict as Liverpool leave it late to go back top of the Premier League... More here: https://t.co/NpegFtODkDpic.twitter.com/DqAPPp8p2y — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019Jamie Carragher segist vera farinn að trúa því að Liverpool geti hreinlega endað 29 ára bið eftir meistaratitlinum og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, er mjög spenntur fyrir lokasprettinum á milli Liverpool og Manchester City. „Liverpool stuðningsfólkið missti sig í lokin og maður sá allar tilfinningarnar þegar Jürgen Klopp fagnaði með Kop-stúkunni. Það yrði ótrúlegur staður til að vera á ef Liverpool vinnur titilinn,“ sagði Gary Neville. „Liverpool hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum, ekki í þessum leik á móti Tottenham og ekki á móti Fulham. Þeir náðu hins vegar í úrslit og liðið er í góðri stöðu. Það er samt mikið eftir ennþá. Liðið mun vinna einn eða tvo auðvelda sigra af þessum sex sem liðið á eftir en hinir leikirnir verða spennuþrungnir eins og þessu. Þetta var bara byrjunin á endasprettinum,“ sagði Neville. Liverpool er með tveggja stiga forskot þegar sex leikir eru eftir en Manchester City á einn leik inni á toppliðið. Carragher er reyndar eins litaður og þeir verða og þurfti að biðjast afsökunar á því að hafa fagnað sigurmarki Liverpool í beinni. Hann grínaðist með það að einn stuðningsmanna Liverpool liðsins hafi komist í hljóðnemann hans. „Stundum í sumum keppnum þá ferðu að trúa að því að nafn liðsins þíns sé á bikanum. Liverpool hafði heppnina með sér í dag og við munum líka eftir Merseyside derby leiknum þegar Origi skoraði. Tottenham var líklegra til að vinna leikinn í seinni hálfleiknum en þetta var einn af þessum dögum fyrir Liverpool,“ sagði Jamie Carragher. Það má lesa greiningu Carragher og Neville með því að smella hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem kom Liverpool á toppinn og öll hin úr enska í gær Liverpool fór á toppinn með dramatískum sigri og Neil Warnock bölvaði óréttlæti heimsins eftir grátlegt tap Cardiff fyrir Chelsea. 1. apríl 2019 08:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, viðurkennir fúslega að heppnin hafi verið með Liverpool á þessu tímabili en bendir á að það gæti fengið leikmenn Liverpool til að trúa því að nafni Liverpool sé skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn.Is fate taking Jurgen Klopp's Liverpool side to title after win over Spurs? More ➡ https://t.co/grKZuuMjHh#LFCpic.twitter.com/5WG4kxOnoP — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Phil McNulty á BBC tók það líka saman hvernig hlutirnir hafa dottið með Liverpool liðinu á tímabilinu og honum finnst líka eins og örlögin séu líka á bandi Liverpool liðsins. „Liverpool hefur sýnt gæði, þrautseigju, staðfestu og þol síðan í ágúst. Þess vegna er liðið á toppnum þegar sex leikir eru eftir. Stundum hafa aftur á móti aðrir kraftar séð til þess að stuðningsfólk Liverpool hefur fagnað á götunum í kringum Anfield. Það skilur eftir stóru spurninguna hvort örlögin séu að leiða Liverpool í átt að fyrsta titlinum í 29 ár,“ skrifaði Phil McNulty á vef breska ríkisútvarpsins og hélt áfram. „Liverpool átti ekki skilið að fá þessi þrjú stig en liðið tekur þeim fagnandi. Manchester City er áfram á miklu skriði en sú tilfinning að þetta muni falla með Liverpool er alltaf að verða sterkari og sterkari,“ skrifaði McNulty og benti síðan á mörg dæmi þar sem lukkan var í búningi Liverpool. Þar bendir hann á vítaspyrnuna sem Riyad Mahrez klikkað á í lok markalausa leiksins á Anfield, markmannsmistökin hans Jordan Pickford sem færði Liverpool 1-0 sigur á Everton á 96. mínútu og mistök Julian Speroni, markvarðar Crystal Palace í 4-3 sigri Liverpool á Palace í janúar. Við þetta bætist það síðan að vinna Tottenham á ótrúlega klaufalegu sjálfsmarki á 90. mínútu á Anfield í gær."Hugo Lloris has let Tottenham down too many times." Analysis: https://t.co/OmWcayEgoypic.twitter.com/CwudvvFPGJ — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019„Allt þetta safnast saman með öllum hinum frábæru frammistöðum Liverpool á leiktíðinni og býr til pakka sem getur unnið ensku úrvalsdeildina,“ skrifaði Phil McNulty. Það má lesa pistil hans hér. Skysports sjónvarpsstöðin notast mikið við gömlu brýnin og erkifjendurna Jamie Carragher og Gary Neville við leik- og stöðugreiningar sína. Gary Neville kom með enn eitt dæmið um að hlutirnir hafi fallið með Liverpool þegar hann nefndi sigurmarkið á móti Fulham sem kom úr vítaspyrnu undir lokin. „Sagan segir manni það að til að vinna titilinn þá þarftu að skora sigurmörk í lokin og Liverpool hefur gert það oft á þessu tímabili.,“ sagði Carragher.IS LIVERPOOL'S NAME ON THE TROPHY? Read Gary Neville and Jamie Carragher's big-match verdict as Liverpool leave it late to go back top of the Premier League... More here: https://t.co/NpegFtODkDpic.twitter.com/DqAPPp8p2y — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019Jamie Carragher segist vera farinn að trúa því að Liverpool geti hreinlega endað 29 ára bið eftir meistaratitlinum og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, er mjög spenntur fyrir lokasprettinum á milli Liverpool og Manchester City. „Liverpool stuðningsfólkið missti sig í lokin og maður sá allar tilfinningarnar þegar Jürgen Klopp fagnaði með Kop-stúkunni. Það yrði ótrúlegur staður til að vera á ef Liverpool vinnur titilinn,“ sagði Gary Neville. „Liverpool hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum, ekki í þessum leik á móti Tottenham og ekki á móti Fulham. Þeir náðu hins vegar í úrslit og liðið er í góðri stöðu. Það er samt mikið eftir ennþá. Liðið mun vinna einn eða tvo auðvelda sigra af þessum sex sem liðið á eftir en hinir leikirnir verða spennuþrungnir eins og þessu. Þetta var bara byrjunin á endasprettinum,“ sagði Neville. Liverpool er með tveggja stiga forskot þegar sex leikir eru eftir en Manchester City á einn leik inni á toppliðið. Carragher er reyndar eins litaður og þeir verða og þurfti að biðjast afsökunar á því að hafa fagnað sigurmarki Liverpool í beinni. Hann grínaðist með það að einn stuðningsmanna Liverpool liðsins hafi komist í hljóðnemann hans. „Stundum í sumum keppnum þá ferðu að trúa að því að nafn liðsins þíns sé á bikanum. Liverpool hafði heppnina með sér í dag og við munum líka eftir Merseyside derby leiknum þegar Origi skoraði. Tottenham var líklegra til að vinna leikinn í seinni hálfleiknum en þetta var einn af þessum dögum fyrir Liverpool,“ sagði Jamie Carragher. Það má lesa greiningu Carragher og Neville með því að smella hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem kom Liverpool á toppinn og öll hin úr enska í gær Liverpool fór á toppinn með dramatískum sigri og Neil Warnock bölvaði óréttlæti heimsins eftir grátlegt tap Cardiff fyrir Chelsea. 1. apríl 2019 08:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Sjáðu markið sem kom Liverpool á toppinn og öll hin úr enska í gær Liverpool fór á toppinn með dramatískum sigri og Neil Warnock bölvaði óréttlæti heimsins eftir grátlegt tap Cardiff fyrir Chelsea. 1. apríl 2019 08:00