Salah þykir gagnrýnin ósanngjörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 15:00 Mohamed Salah hefur beðið eftir marki í að verða tvo mánuði. Getty/Robbie Jay Barratt Mohamed Salah skoraði síðast fyrir Liverpool í leik á móti Bournemouth 9. febrúar síðastliðinn. Það eru því næstum því tveir mánuðir síðan að hann skoraði síðast. Salah skilur samt ekkert í því að fólk sé að gagnrýna hann. Salah fagnaði sigurmarki Liverpool á móti Tottenham í gær eins og sínu eigin en markið var sjálfsmark Tottenham mannsins Toby Alderweireld. Salah átti hins vegar mikinn þátt í þessu marki og það tryggði Liverpool mjög dýrmæt þrjú stig í baráttunni um enska meistaratitilinn. Þetta mark á móti Bournemouth er eina mark Mohamed Salah í síðustu ellefu leikjum hans í öllum keppnum. Liðið er samt á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar..@MoSalah hits back at his critics pic.twitter.com/CvQ8E991tw — ESPN UK (@ESPNUK) April 1, 2019Jamie Carragher fékk Mohamed Salah í viðtal á Sky Sports eftir leik og spurði Egyptann út í gagnrýnina. „Ég skoraði ekki í nokkrum leikjum í röð en það eru sumir leikmenn sem eru með jafnmörg mörg og ég og fólk er að segja að þeir hafi aldrei spilað betur en á þessu tímabili,“ sagði Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur skorað 17 deildarmörk og er annar markahæsti maður deildarinnar með þeim Harry Kane hjá Tottenham, Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sadio Mané hjá Liverpool. Sergio Agüero er markahæstur með 19 mörk. „Þetta eru þrír eða fjórir leikmenn en enginn gagnrýnir þá. Það eru allir að segja að þeir hafi átt gott tímabil en ég er sá eini af þeim sem hefur átt slæmt tímabil. Ég vil vinna ensku úrvalsdeildina og það er það mikilvægast fyrir mig,“ sagði Salah.Salah hits back..https://t.co/acClV8GOfJ — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 31, 2019Mohamed Salah hefur ekki verið sannfærandi upp við markið í þessum kuldakafla sínum á tímabilinu og Egyptinn er búinn að fara illa með mörg góð færi í undanförnum leikjum. Slök og óhnitmuðuð skot er eitthvað sem við höfum ekki mátt venjast frá honum og það hefur kallað á enn meira sviðsljós á markaleysi hans. Andstæðingar Liverpool leggja aftur á móti ofurkapp á það að gæta hans og það hefur opnað fyrir aðra leikmenn liðsins. Hann er því að hjálpa Liverpool-liðinu þrátt fyrir að skotskórnir hans séu týndir.IS LIVERPOOL'S NAME ON THE TROPHY? Read Gary Neville and Jamie Carragher's big-match verdict as Liverpool leave it late to go back top of the Premier League... More here: https://t.co/NpegFtODkDpic.twitter.com/DqAPPp8p2y — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019Liverpool vann heppnissigur á Tottenham í gær og Salah viðurkenndi að liðið hafi ekki spilað vel. „Liðið þarf ekki alltaf að spila vel en það mikilvægasta er að ná í stigin. Stóru liðin finna alltaf leiðir til að landa stigunum og það gerðum við í þessum leik,“ sagði Salah. „Allir leikir eru erfiðir. Við verðum bara að halda okkur inn í kapphlaupinu. Næsti leikur er á móti Southampton og þeir eru að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Salah. „Við þurfum að líta á hvern leik sem áskorun. Tottenham spilaði vel og voru nálægt því að ná í stig. Nú tökum við bara hvern leik þegar hann kemur,“ sagði Salah. Enski boltinn Tengdar fréttir Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Sjáðu markið sem kom Liverpool á toppinn og öll hin úr enska í gær Liverpool fór á toppinn með dramatískum sigri og Neil Warnock bölvaði óréttlæti heimsins eftir grátlegt tap Cardiff fyrir Chelsea. 1. apríl 2019 08:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Mohamed Salah skoraði síðast fyrir Liverpool í leik á móti Bournemouth 9. febrúar síðastliðinn. Það eru því næstum því tveir mánuðir síðan að hann skoraði síðast. Salah skilur samt ekkert í því að fólk sé að gagnrýna hann. Salah fagnaði sigurmarki Liverpool á móti Tottenham í gær eins og sínu eigin en markið var sjálfsmark Tottenham mannsins Toby Alderweireld. Salah átti hins vegar mikinn þátt í þessu marki og það tryggði Liverpool mjög dýrmæt þrjú stig í baráttunni um enska meistaratitilinn. Þetta mark á móti Bournemouth er eina mark Mohamed Salah í síðustu ellefu leikjum hans í öllum keppnum. Liðið er samt á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar..@MoSalah hits back at his critics pic.twitter.com/CvQ8E991tw — ESPN UK (@ESPNUK) April 1, 2019Jamie Carragher fékk Mohamed Salah í viðtal á Sky Sports eftir leik og spurði Egyptann út í gagnrýnina. „Ég skoraði ekki í nokkrum leikjum í röð en það eru sumir leikmenn sem eru með jafnmörg mörg og ég og fólk er að segja að þeir hafi aldrei spilað betur en á þessu tímabili,“ sagði Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur skorað 17 deildarmörk og er annar markahæsti maður deildarinnar með þeim Harry Kane hjá Tottenham, Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sadio Mané hjá Liverpool. Sergio Agüero er markahæstur með 19 mörk. „Þetta eru þrír eða fjórir leikmenn en enginn gagnrýnir þá. Það eru allir að segja að þeir hafi átt gott tímabil en ég er sá eini af þeim sem hefur átt slæmt tímabil. Ég vil vinna ensku úrvalsdeildina og það er það mikilvægast fyrir mig,“ sagði Salah.Salah hits back..https://t.co/acClV8GOfJ — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 31, 2019Mohamed Salah hefur ekki verið sannfærandi upp við markið í þessum kuldakafla sínum á tímabilinu og Egyptinn er búinn að fara illa með mörg góð færi í undanförnum leikjum. Slök og óhnitmuðuð skot er eitthvað sem við höfum ekki mátt venjast frá honum og það hefur kallað á enn meira sviðsljós á markaleysi hans. Andstæðingar Liverpool leggja aftur á móti ofurkapp á það að gæta hans og það hefur opnað fyrir aðra leikmenn liðsins. Hann er því að hjálpa Liverpool-liðinu þrátt fyrir að skotskórnir hans séu týndir.IS LIVERPOOL'S NAME ON THE TROPHY? Read Gary Neville and Jamie Carragher's big-match verdict as Liverpool leave it late to go back top of the Premier League... More here: https://t.co/NpegFtODkDpic.twitter.com/DqAPPp8p2y — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2019Liverpool vann heppnissigur á Tottenham í gær og Salah viðurkenndi að liðið hafi ekki spilað vel. „Liðið þarf ekki alltaf að spila vel en það mikilvægasta er að ná í stigin. Stóru liðin finna alltaf leiðir til að landa stigunum og það gerðum við í þessum leik,“ sagði Salah. „Allir leikir eru erfiðir. Við verðum bara að halda okkur inn í kapphlaupinu. Næsti leikur er á móti Southampton og þeir eru að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Salah. „Við þurfum að líta á hvern leik sem áskorun. Tottenham spilaði vel og voru nálægt því að ná í stig. Nú tökum við bara hvern leik þegar hann kemur,“ sagði Salah.
Enski boltinn Tengdar fréttir Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Sjáðu markið sem kom Liverpool á toppinn og öll hin úr enska í gær Liverpool fór á toppinn með dramatískum sigri og Neil Warnock bölvaði óréttlæti heimsins eftir grátlegt tap Cardiff fyrir Chelsea. 1. apríl 2019 08:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00
Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00
Sjáðu markið sem kom Liverpool á toppinn og öll hin úr enska í gær Liverpool fór á toppinn með dramatískum sigri og Neil Warnock bölvaði óréttlæti heimsins eftir grátlegt tap Cardiff fyrir Chelsea. 1. apríl 2019 08:00
Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30