Enski boltinn

Áhorfendur á vellinum fá að sjá VAR í Wembley-leikjum enska bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sjónarhorn áhorfenda á vellinum á VAR hefur oftast verið svona. Þeir sjá niðurstöðuna en ekki endursýninguna.
Sjónarhorn áhorfenda á vellinum á VAR hefur oftast verið svona. Þeir sjá niðurstöðuna en ekki endursýninguna. Vísir/Getty
Hingað til hafa sjónvarpsáhorfendur haft forskot á áhorfendurna á vellinum sjálfum þegar kemur að því að átta sig á VAR-dómgæslunni.

Dómarinn fer að skoða endursýningar sem eru ekki í boði á sjónvarpsskjáum leikvangsins. Það verður breyting á þessu í þremur síðustu leikjum ensku bikarkeppninnar sem allir fara fram á Wembley leikvanginum í London.

Áhorfendur á vellinum fá að sjá nefnilega að sjá Varsjána á skjánum verði fyrri dómum breytt í undanúrslitaleikjum og úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í ár. Undanúrslitaleikir ensku bikarkeppninnar eru um næstu helgi.





Þetta er svar enska knattspyrnusambandsins við gagnrýni á að áhorfendur á vellinum skilji oft ekki í því sem hefur gerst í tengslum við Varsjána. Dómarinn breytir kannski dómi en flestir áhorfendur á vellinum vita ekki af hverju.

„Enski bikarinn hefur farið fyrir prófunum með VAR dómgæslu á Englandi og þetta er næsta skref í þróuninni,“ sagði Andy Ambler hjá enska sambandinu.





VAR-endursýningar voru sýndar á skjáum leikvanganna á HM í Rússlandi 2018 en það er óhætt að segja á myndbandadómgæslan hafi slegið í gegnum á heimsmeistaramótinu í fyrra.

Varsjáin hefur verið notuð á sumum leikjum enska bikarsins undanfarin tvö ár en fyrsti VAR-leikurinn á Englandi var leikur Brighton og Crystal Palace 8. janúar 2018.

VAR hefur ekki verið á öllum leikjum og einn af þeim var leikur Swansea og Manchester City. Það var allt til alls til að vera með VAR en það var ekki notað þar sem enska sambandið tók þá ákvörðun að nota það aðeins á heimaleikjum liða úr ensku úrvalsdeildinni.

Manchester City fékk umdeilda vítaspyrnu í leiknum og sigurmarkið var líklega rangstaða.

VAR verður notað í ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×