Allar ákærur felldar niður vegna blóðbaðsins í Waco Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 15:56 Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Vísir/Getty Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53
Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28