Enski boltinn

Leikmannahreinsun á Old Trafford í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Hverjir eru að fara?“
"Hverjir eru að fara?“ vísir/getty
Það verður sumarhreinsun á Old Trafford en það stefnir í að félagið losi sig við all marga leikmenn. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að það eigi að taka til hendinni þar í sumar.

Samkvæmt heimildum Sky verður þetta stærsta hreinsunin síðan sumarið 2015 er Angel Di Maria, Robin van Perise og Javier Hernandez voru á meðal þeirra sem yfirgáfu Old Trafford.

Eins og Vísir greindi frá í gær eru heimildir fyrir því að Ander Herrera hafi samið við PSG og Juan Mata sé í viðræðum við Barcelona. Alexis Sanchez er svo annar sem er á leiðinni burt frá Old Trafford en hann hefur verið slakur frá því hann gekk í raðir United í janúar 2018.

Antonio Valencia fær ekki framlengingu á samningi sínum og hinn argentíski miðvörður, Marcus Rojo, gæti verið á leiðinni aftur til heimalandsins. Rojo hefur ekki byrjað leik fyrir aðallið United síðan í desember.

Matteo Damian er á leið til Ítalíu á nýjan leik en hann hefur einnig verið úti í kuldanum hjá norska stjóranm. Svo er spurningamerki um markvörðinn David de Gea sem hefur verið í samningaviðræðum við United um nokkurt skeið. Ekkert hefur komið úr þeim viðræðum.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með sumarglugganum hjá Ole Gunnar Solskjær. Það eru nokkrir á leiðinni burt frá félaginu en enn fróðlegra verður að fylgjast með hvaða leikmenn Norðmaðurinn reynir að lokka til Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×