Erlent

Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit

Kjartan Kjartansson skrifar
Michael Gove, umhverfisráðherrann, sagði í haust að útganga án samnings hefði mikil áhrif á flutning á dýrum á milli landa og á bresku bændastéttina.
Michael Gove, umhverfisráðherrann, sagði í haust að útganga án samnings hefði mikil áhrif á flutning á dýrum á milli landa og á bresku bændastéttina. Vísir/EPA
Breskum opinberum embættismönnum var boðin sálræn aðstoð til að létta á streitu sem var til komin vegna undirbúnings fyrir þann möguleika að Bretland gengi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við því að það hefði gríðarleg efnahagsleg áhrif fyrir Bretland og hefur breska stjórnkerfið legið sveitt yfir að undirbúa sig undir það.

The Guardian segir að umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarmálaráðuneytið hafi ráðið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita hugræna atferlismerðferð fyrir velferð starfsmanna í þrjá mánuði, fram í janúar á þessu ári. Það var á sama tíma og ráðuneytið hafði ráðið um 1.300 starfsmenn til að vinna að viðlagaáætlun ef til útgöngu án samnings kæmi.

Í samningnum sem ráðuneytið gerði við fyrirtækið kom fram að þjónustan væri aðallega fyrir þá starfsmenn sem ynnu að málum sem tengdust útgöngunni úr ESB ef enginn samningur næðist.

Þar sem ráðuneytið var með ábyrgð á matvælum, vatni og flutningum á dýrum á sinni könnu var verk þess í tengslum við óskipulagða útgöngu sagt eitt það stærsta innan breska stjórnkerfisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×