Erlent

Rússnesk stjórnvöld brutu á leiðtoga stjórnarandstöðunnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Navalní hefur ítrekað verið handtekinn í Rússlandi, meðal annars fyrir að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum.
Navalní hefur ítrekað verið handtekinn í Rússlandi, meðal annars fyrir að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum. Vísir/EPA
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á réttindum Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, með því að hneppa hann í stofufangelsi og beita hann öðrum þvingunum árið 2014. Tilgangurinn hafi verið að takmarka baráttu hans.

Navalní var látinn sæta stofufangelsi um margra mánaða skeið frá því í febrúar árið 2014 á meðan rússnesk yfirvöld rannsökuð meintað fjárdrátt hans og bróður hans, Oleg. Stuðningsmenn Navalní segja að málið gegn honum hafi átt sér pólitískar rætur.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið réttmætt að setja Navalní í stofufangelsi og strangar takmarkanir á samskiptum hans við umheiminn hafi ekki verið í samræmi við glæpinn sem hann var sakaður um að hafa framið, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Navalní hrósaði sigri þegar dómurinn lá fyrir í dag. Sagðist hann viss um að hann hefði mikla þýðingu fyrir alla þá sem væru beittir órétti í Rússlandi.

Rússnesk yfirvöld meinuðu Navalní að bjóða sig fram í forsetakosningunum í fyrr sem Vladímír Pútín, forseti, sigraði í með yfirburðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×