Ekkert falskt við hógværð Liverpool-mannsins Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:00 Sadio Mané fagnar einu marka sinna á þessu tímabili. Getty/Michael Regan Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn