Ekkert falskt við hógværð Liverpool-mannsins Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:00 Sadio Mané fagnar einu marka sinna á þessu tímabili. Getty/Michael Regan Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira