Ekkert falskt við hógværð Liverpool-mannsins Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:00 Sadio Mané fagnar einu marka sinna á þessu tímabili. Getty/Michael Regan Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira