Ekkert falskt við hógværð Liverpool-mannsins Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:00 Sadio Mané fagnar einu marka sinna á þessu tímabili. Getty/Michael Regan Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Sadio Mané sækist ekki eftir athygli en frammistaða hans að undanförnu hefur kallað á miklu meiri áhuga fjölmiðla á þessum snjalla Senegala. Sadio Mané hefur skorað níu deildarmörk eftir áramót og sjö mörk í síðustu fimm leikjum Liverpool í öllum keppnum. Að auki fékk hann vítið sem Liverpool skoraði úr sigurmarkið á móti Fulham og komst fyrir vikið aftur á toppinn. Alls er Sadio Mané komin með 17 mörk í 29 deildarleikjum á leiktíðinni og ekkert þessara marka hefur komið úr vítaspyrnu ólíkt mönnunum sem eru í kringum hans í baráttunni um markakóngstitilinn. Sadio Mané hefur ekki aðeins verið að skora mörk heldur hefur hann verið að skora frábær mörk þar sem hann sýnir bæði klókindi sín, leiklestur og hæfileika til að skora bæði með fótum og skalla. Mörg af þessum mikilvægu mörkum að undanförnu hafa verið algjör augnakonfekt. Eftir því sem fjölmiðlamenn reyna að forvitnast meira um þennan snjalla fótboltamann komast þeir meira að því hversu vel gerður einstaklingur er þarna á ferðinni. Einn af þeim er Chris Bascombe á Telegraph.'So often we read about the modesty of the most successful footballers and it can sound trite or contrived for public relations purposes. There is nothing false about Mane’s humility.' @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/uz8gkk6EXVpic.twitter.com/YtluaD8zjx — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019Chris Bascombe segir meðal annars eina sögu af Sadio Mané þar sem hógværð hans og lítillæti kemur við sögu. Sadio Mané var í viðtali þar sem hann var að ræða byggingu skóla í þorpinu hans í Senegal en þorpið heitir Bambali. Allt í einu sá blaðamaður að Mané hafði áhyggjur af viðtalinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því að blaðamaðurinn myndi gera of lítið úr þessu góðverki sínu heldur þvert á móti. „Gerðu það, ekki setja þetta í viðtalið,“ sagði Sadio Mané. „En af hverju? Þetta sendir út mjög jákvæð skilaboð,“ svaraði blaðamaðurinn. „Nei. nei. Ég geri þetta ekki fyrir athyglina,“ svaraði Mané og blaðamanninum tókst ekki að breyta skoðun hans. Þetta var fyrir tólf mánuðum síðan en nú er komið í ljós að Sadio Mané gaf um 200 þúsund pund í byggingu skólans eða um 31 milljón íslenskra króna. Þegar liðsfélagar spyrja Sadio Mané hvað hann ætlar að gera eftir að fótboltaferlinum lýkur þá fer hann að tala um að byggja sjúkrahús eða að gera önnur svipuð góðverk. Það er því ekkert skrýtið að Telegraph slái því upp að það sé ekkert falskt við hógværð og örlæti Liverpool-mannsins Sadio Mané.Getty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira