Erlent

Biðja pókerspilara að gæta sín í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn.
Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn.
Pókersíðan Pokerscout.com hvetur pókerspilara til að hafa allan varann á í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar síðastliðnum.

Í umfjöllun Pokerscout, sem birt var þann 26. febrúar síðastliðinn og Mbl fjallaði um fyrst íslenskra miðla í dag, eru pókerspilarar sagðir ákjósanleg skotmörk þjófa þar sem þeir fyrrnefndu hafi oft meðferðis háar fjárhæðir í reiðufé.

Sérstaklega er tekið fram að slíkt eigi ekki endilega við í tilfelli Jóns Þrastar en mál hans sé samt sem áður þörf áminning til pókerspilara um að gæta sín.

Sjá einnig: Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði

Í því samhengi hvetur Justin Hammer, stjórnandi pókermóta hjá Commerce-spilavitinu í Kaliforníu, pókerspilara til að nýta sér svokölluð VIP-herbergi í spilavítum og hafa hljótt um það þegar þeir meðhöndla peninga.

Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann fór út af hóteli sínu í Dyflinni að morgni laugardagsins 9. febrúar. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í samtali við Vísi í gær að lögreglu á Írlandi bærust enn ábendingar daglega vegna málsins. Engar nýjar vendingar hafi þó orðið í rannsókninni um nokkurt skeið en fjölskylda Jóns stendur áfram vaktina úti á Írlandi.


Tengdar fréttir

Interpol lýsir eftir Jóni Þresti

Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni en ekkert hefur spurst til hans síðan hann hvarf í Dyflinni á Írlandi fyrir rúmum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×