Enski boltinn

„Enginn talar um Sterling eins og hann á skilið“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba og Raheem Sterling
Paul Pogba og Raheem Sterling vísir/getty
Paul Pogba hefur tekið upp hanskann fyrir Raheem Sterling og segir hann ekki fá sanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum.

Sterling skaut á breska fjölmiðla á síðasta ári og sagði þá ýta undir kynþáttamismunun.

Hann setti mynd á Instagram þar sem sjá mátti tvær fyrirsagnir. Önnur var um Tosin Adarabioyo sem keypti hús fyrir tvær milljónir punda „þrátt fyrir að hafa aldrei byrjað úrvalsdeildarleik.“ Hin var um Phil Foden sem keypti 2 milljóna punda hús fyrir mömmu sína og var að byggja til framtíðar.

Sterling setti myndina inn á Instagram stuttu eftir að hann varð fyrir kynþáttaníði á Stamford Bridge.

Paul Pogba var í viðtali við Sky Sports og var spurður út í það hvort hann finni fyrir mismunun í garð hans, Sterling eða annara vegna litarháttar húðar þeirra.

„Það kemur fyrir,“ sagði Pogba.

„Mér finnst enginn tala um Raheem Sterling eins og hann á skilið. Tölfræðin hans er rugluð.“

„Hann skorar mörk, þrennur og er búinn að vera á toppi deildarinnar með City. Það sem ég hef séð um hann í fréttum er gagnrýni fyrir hús, enginn er að tala um hvað hann er búinn að gera inni á vellinum.“

„Kannski ef hann væri einhver annar þá væri þetta öðruvísi.“


Tengdar fréttir

Lögregla rannsakar kynþáttaníð í garð Sterling

Raheem Sterling varð fyrir kynþáttafordómum þegar Manchester City beið lægri hlut fyrir Chelsea á Stamford Bridge í gær. Hann hefur tjáð sig um atvikið og segir fjölmiðla eiga stóran þátt í að kynþáttafordómar séu til staðar í fótboltasamfélaginu á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×