Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin fjögur sem skutu Skagamönnum í úrslitaleikinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skagamenn eru búnir að vera frábærir á undirbúningstímabilinu
Skagamenn eru búnir að vera frábærir á undirbúningstímabilinu Vísir
ÍA komst í gærkvöldi í úrslitaleik Lengjubikarsins í fótbolta þegar að liðið valtaði yfir KA, 4-0, í undanúrslitaleik liðanna í Akraneshöllinni í gærkvöldi.

Skagamenn eru búnir að vera frábærir á undirbúningstímabilinu en þeir unnu alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins með markatölunni 18-2 og eru nú búnir að vinna alla sex í keppninni með markatölunni 22-2.

ÍA er búið að vinna Stjörnuna, 6-0, og KA, 4-0, en KA-menn voru fyrir leikinn í gær búnir að vinna alla leiki sína á undirbúningstímabilinu í Kjarnafæðismótinu og Lengjubikarnum nema einn á móti Fjölni sem endaði með jafntefli.

Albert Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 30. mínútu og Tryggvi Hrafn Haraldsson tvöfaldaði forskotið á 38. mínútu leiksins með fallegum skalla.

Spánverjinn Gonzalo Zamorano tók svo til sinna ráða í seinni hálfleiknum og skoraði þriðja markið á 54. mínútu og lagði upp fjórða markið fyrir Bjarka Stein Bjarkason á 56. mínútu.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×