Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin fjögur sem skutu Skagamönnum í úrslitaleikinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skagamenn eru búnir að vera frábærir á undirbúningstímabilinu
Skagamenn eru búnir að vera frábærir á undirbúningstímabilinu Vísir

ÍA komst í gærkvöldi í úrslitaleik Lengjubikarsins í fótbolta þegar að liðið valtaði yfir KA, 4-0, í undanúrslitaleik liðanna í Akraneshöllinni í gærkvöldi.

Skagamenn eru búnir að vera frábærir á undirbúningstímabilinu en þeir unnu alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins með markatölunni 18-2 og eru nú búnir að vinna alla sex í keppninni með markatölunni 22-2.

ÍA er búið að vinna Stjörnuna, 6-0, og KA, 4-0, en KA-menn voru fyrir leikinn í gær búnir að vinna alla leiki sína á undirbúningstímabilinu í Kjarnafæðismótinu og Lengjubikarnum nema einn á móti Fjölni sem endaði með jafntefli.

Albert Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 30. mínútu og Tryggvi Hrafn Haraldsson tvöfaldaði forskotið á 38. mínútu leiksins með fallegum skalla.

Spánverjinn Gonzalo Zamorano tók svo til sinna ráða í seinni hálfleiknum og skoraði þriðja markið á 54. mínútu og lagði upp fjórða markið fyrir Bjarka Stein Bjarkason á 56. mínútu.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.