Erlent

Kólera greinist í Mósambík eftir fellibylinn Idai

Andri Eysteinsson skrifar
Mikið hefur flætt í hafnarborginni Beira í Mósambík, en þar kom Idai á land.
Mikið hefur flætt í hafnarborginni Beira í Mósambík, en þar kom Idai á land. Getty/Andrew Renneisen
Þarmasýkingin Kólera hefur greinst í Afríkuríkinu Mósambík í kjölfar fellibylsins Idai sem fór yfir landið í síðustu viku. BBC greinir frá.

Rauði krossinn hefur varað við aukinni hættu á skæðum smitsjúkdómum í landinu eftir flóðið sem fylgdi ofsaveðrinu en nú þegar hefur greinst aukning á Malaríu.

Stormurinn og flóð í kjölfarið hafa kostað 557 manns lífið í Mósambík, Simbabve og Malaví og er búist við því að tala látinna muni hækka. Talið er að veðrið hafi haft áhrif á líf um 1.7 milljóna, rafmagnsleysi, flóð og eyðilegging er víða.

Henrietta Fore, aðalritari UNICEF, sem stödd er í Mósambík sagði hreinlæti og drykkjarhæft vatn væru aðalatriði fyrir hjálparstarf í landinu.

„Tíminn er naumur, vatnið er fúlt og rennur ekki, lík eru að rotna og það er skortur á hreinlæti“ sagði Fore við AFP.

Kólera dreifist til að mynda með vatni og getur valdið snöggum dauða, af sökum ofþornunar, við ákveðnar aðstæður.


Tengdar fréttir

Neyðarsjóður SÞ leggur fram fjármagn til hamfarasvæðanna í sunnanverðri Afríku

Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum.

Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri

Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×